Events

Viðburðir

Jökulsárhlaup www.jokulsarhlaup.is er einn vinsælasti viðburður ársins hjá hlaupurum landsins. Það hefur verið haldið árlega síðan 2004.  Hægt er að velja um 3 mislangar hlaupaleiðir í ægifögru umhverfi Þjóðgarðsins í Jökulsárgljúfrum – Vatnajökulsþjóðgarði.  Um að gera að panta með góðum fyrirvara fyrir þessa annasömu helgi. Garður guesthouse hentar hlaupahópum vel.

 

Umsagnir:

Gistum í eina nótt fyrir Jökulsárshlaupið. Frábær aðstaða að öllu leyti.Snyrtilegt, mjög góð rúm, eldhús – og bað aðstaða. Mæli alveg hiklaust með þessum stað sem er í rólegri íslenskri sveit, örstutt frá Ásbyrgi. Við erum mjög þakklát fyrir þá aukaþjónusu sem Garður Guesthouse veitti okkur. Takk kærlega fyrir okkur.“

 

„Dásamlegt gistiheimili á góðum stað, rétt hjá Ásbyrgi. Allt svo hreint og vel útbúið“

„Garður hentaði okkur fjölskyldunni mjög vel, mjög góð aðstaða í alla staði, vorum í viðbyggingunni m 4 herbergjum, mjög snyrtilegt, góð rúm, góð sturta og baðherbergi og notaleg borðstofan. Hugsað fyrir snögum, skógrindum og ölku sem oft gleymist. Mæli eindregið með. Stutt frá Ásbyrgi. Komum klárlega aftur.“