Veiði
Gæsa- og andaveiði frá 20.ágúst
Bjóðum upp á gæsaveiðileyfi á þremur bújörðum, alls um 70 hektara af góðum gæsajörðum og leiðsögn um svæðið.
Rjúpnaveiði
Gott rjúpnaveiðiland er í landi Garðs þar sem skiptast á lyngi vaxnir móar og birkikjarr. Leiðsögn í boði um svæðið.
Stangveiði
Sjóbirtingsveiði er í Litluá sem er steinsnar frá Garði. Veiðitímabilið er frá 1. apríl – 30. október og eingöngu er um að ræða veiða/sleppa veiðiaðferð. Hægt að kaupa veiðileyfi í Keldunesi (4 km) og á síðunni http://litlaa.is/