Garður gistihús

Velkomin í Garð!

Garður er gistihús við veg 85 í Kelduhverfi í Norðurþingi, um 50 km austan við Húsavík og einungis 10 mínútna akstri frá Ásbyrgi í Vatnajökulsþjóðgarði.

Húsið er bjart og rúmgott og nýlega uppgert að hluta. Um er að ræða íbúðarhús með viðbyggingu og eru 8 herbergi í húsinu fyrir alls 19 manns. Stórt fjölskylduherbergi með fjórum rúmum, hægindastólum, borði, kaffivél og hraðsuðukönnu, fjölskylduherbergi með þremur rúmum, hægindastólum, borði og hraðsuðukönnu, fimm tveggja manna herbergi með aðskildum rúmum og eitt tveggja manna herbergi með hjónarúmi.

Sameiginlegar snyrtingar og eldhús.
Tvö baðherbergi með sturtu og ein snyrting án sturtu. Í húsinu eru tvö eldhús, tvö borðstofuborð ásamt lítilli setustofu.
Þvottahús með þvottavél og þurrkara. barnastólar og barnaferðarúm. Aðgangur að interneti.

Húsið er einungis leigt út til hópa með lágmarks tveggja nátta dvöl.