Reviews

„Garður er heimilislegur og góður gististaður í alla staði. Góð rúm, hreint og snyrtilegt og öll aðstaða fyrir hendi. Hentar fjölskyldum og einstaklingum – einnig litlum hópum. Mæli eindregið með þessum stað. Takk kærlega fyrir okkur.“

 

Ég hef núna heimsótt Garð tvisvar á þessu ári fyrst var ég þarna yfir helgi og stundaði þar gæsaveiðar, mikið af gæs á svæðinu fyrripart tímabils og Rúnar (bóndinn) leyfir ykkur að velja tún til að vera á. Seinna skiptið fór ég yfir helgi og stundaði rjúpnaveiðar með flottum árangri, mjög mikið af rjúpu á svæðinu og skemmtilegt svæði. Enn og aftur þá fer Rúnar með ykkur út um allt og hjálpar ykkur við nánast allt nema taka í gikkinn. Þau hjónin eru yndisleg og gisti aðstaðan er góð. Mæli hiklaust með þessum stað fyrir skotveiðimenn.“

 

Gistum í eina nótt fyrir Jökulsárshlaupið. Frábær aðstaða að öllu leyti. Snyrtilegt, mjög góð rúm, eldhús – og baðaðstaða. Mæli alveg hiklaust með þessum stað sem er í rólegri íslenskri sveit, örstutt frá Ásbyrgi. Við erum mjög þakklát fyrir þá aukaþjónusu sem Garður Guesthouse veitti okkur. Takk kærlega fyrir okkur.“

 

„Dásamlegt gistiheimili á góðum stað, rétt hjá Ásbyrgi. Allt svo hreint og vel útbúið“

 

„Garður hentaði okkur fjölskyldunni mjög vel, mjög góð aðstaða í alla staði, vorum í viðbyggingunni m 4 herbergjum, mjög snyrtilegt, góð rúm, góð sturta og baðherbergi og notaleg borðstofan. Hugsað fyrir snögum, skógrindum og öllu sem oft gleymist. Mæli eindregið með. Stutt frá Ásbyrgi. Komum klárlega aftur.“

 

„I highly recommend this guesthouse“